Öryggið á oddinn
Ég á Volvo V40. Hann er geðveikt öruggur. Með allskyns magnaðan öryggisbúnað fyrir börnin mín. Svo er hann með aksturstölvu sem lætur mig nákvæmlega vita hvenær ég á að fara að kaupa bensín, skipta um olíu, bæta á rúðupissið. Þá blikkar svona viðvörunarljós sem lætur mig vita. Og upp á síðkastið hefur Volvoinn minn varað mig við hvað það er kalt úti. Ef hitastigið fer undir 5 gráður á celsius, þá blikkar aksturstölvan mín rauðu sem óð væri, til að vara mig við kuldanum úti. Ég skil bara pointið með aðvörunum ef hægt er að grípa til viðeigandi ráðstafana. Fara að kaupa bensín, skipta um olíu, bæta á rúðupissið. Hvað á ég að gera þegar kalt er úti? Er mælst til þess að ég sé heima við? Eða er þetta bara svo að ég setji nú örugglega á mig lúffur og eyrnaband þegar ég hætti mér út úr örygginu innan Volvosins og út í brunagaddinn? Svíarnir eru alltaf 1mm of mikið. Glætan að ég gæti flutt til Sverige eins og Doddi gælir við að við eigum eftir að gera. Ég gæti aldrei funkerað í þessu politically correct umhverfi þeirra. Það komu sænskir læknanemar í heimsókn á bæklunardeildina þegar ég var þar. Þegar yfirlæknirinn bauð þeim kaffi, litu þeir forviða á hann og afþökkuðu með orðunum: Nej, man ska inte drikka kaffe!!! Man kan få gastrit!
<< Home