luxatio hugans

awakening

föstudagur, október 21, 2005

Djös...

Mér finnst tískan í búðunum núna ömurleg. Það er sama djönkið í öllum búðunum og allt lítur þetta út eins og frá hjálpræðishernum. Djöfull er að vita þetta. Það hlýtur að vera agalegt að vera þessi second hand týpa sem vill vera svo spes að hún er í klukkutíma að velja sér ósamstæða sokka. Núna líta allir út fyrir að vera í notuðum fötum, eini munurinn er að fólk er að borga morðfjár fyrir:) Djöfulsins rugl. Mér hefur sjaldan fundist fólk vera láta hafa sig að jafn miklum fíflum og nú. Stelpurnar sem voru að afgreiða í 17 í dag litu út fyrir að hafa fálmað blindar eftir einhverju til að fara í vinnuna í morgun. Það er synd. Ég hef nefnilega oft notfært mér þær til að fá púlsinn. Það fannst enginn púls í Kringlunni í dag, þar sem ég ráfaði í örvæntingarfullri leit minni af einhverju sem ég gat hugsað mér að borga fyrir. Ég hefði borgað fúlgur, ef ég BARA hefði fundið eitthvað. Ég stend við fyrri yfirlýsingar mínar. Ég mun aldrei girða gallabuxurnar mínar ofan í stígvél. Þá hef ég einskis að iðrast frá árinu 2005. Það sama verður ekki sagt um mjög marga.