luxatio hugans

awakening

sunnudagur, október 09, 2005

"Óvæntasti?????"

Við leigðum okkur mynd í gær, skötuhjúin. Flippuð... já ég veit. Við leigðum okkur mynd sem:
"fór beint á toppinn í USA"
"Óvæntasti grínsmellur ársins"
og coverið lofaði eldhressri grínmynd um kostulega fjölskyldu og eftirminnilegum uppgjörum. Og hver er myndin sem svo göfuglega er lofuð? Diary of a mad black woman. Jesús góður. Þegar jafn dagfarsprúður maður og Þóroddur var farinn að hóta að henda sér fram af svölunum á 4. hæð, þá er eitthvað hræðilegt í gangi. Og trúið mér...... þetta var skelfilegt. Mig langaði að ná mér í gaffal og plokka úr mér augun. Hustler myndarinnar var bæði ljótur og tileygður og virtist hafa greindarvísitölu í kringum 80. En verst þótti mér þó hvað hann var tileygður. Engin voru eftirminnilegu uppgjörin og lítið fór fyrir kostulegu fjölskyldunni. Hvaða múgsefjun var í gangi þarna vesturfrá? Ég er viss um að Oprah hefur hrósað myndinni í hástert. Þá skiptir engu máli lengur hvað neinum finnst. Oprah verður fyrsti svarti kvenforseti Bandaríkjanna. Hún á bara eftir að ákveða hvenær.