5 staðreyndir um mig
1. Ég fæddist á háaloftinu á Völlum í Svarfaðardal, í rafmagnsleysi, stormi og stórrhríð. Síðan þá hef ég búið á 18 stöðum og ég gekk í 5 grunnskóla.
2. Þegar ég fæddist átti ég eina langalangömmu, þrjár langömmur og tvær ömmur. Ég tengdist þeim öllum sterkum böndum nema langalangömmunni sem dó þegar ég var 11, fyrst þeirra. Þær eru tvær eftir í dag.
3. Það hefur liðið óendanlega oft yfir mig. Í nánast öllum tilfellum við læknisfræðilegar aðstæður. 1. skiptið var í 6 ára bekk þegar ég fékk berklaplástur og síðan var ég eins og dómínókubbur ef ég sá lækna. Þegar ég stóð upp úr gólfinu hjá einum lækninum þegar ég var 16 ára, sagði hann mér að eina leiðin út úr þessu væri að fara að læra læknisfræði. Ég tók hann á orðinu og það hefur aldrei liðið yfir mig í náminu.
4. Algengasta spurningin sem fólk leggur fyrir mig þessa dagana og síðustu ár er: "Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að sérhæfa þig?" Vinir, vinir vina, foreldrar vina, systkini vina, kunningjar, náskyldir og fjarskyldir ættingjar, sjúklingar og ættingjar þeirra, hjúkkur, hjúkkunemar, gangastúlkur og ótal margir aðrir finna sig knúna til að koma með þennan classiker sem fær "How do you like Iceland" til að hljóma eins og þjóðsöngur Bengal. Ég fékk hana 3x í dag.
5. Af því sem ég ekki kann, langar mig allra mest að kunna að dansa. Og ég er alltaf á leiðinni að læra.
Klukka: Svölu, Höddu, Sigga og Robba
<< Home