Tímaskekkja
"Vinir einkabílsins" eru tímaskekkja og úr takti við alla aðra þróun í heiminum. Ég ætla að ganga lengra og segja að þetta sé argasta þvæla og kjaftæði. Ég get ekki alveg útskýrt það en það hellist yfir mig sama tilfinning eins og þegar ég sé ofdekraðann krakka taka frekjukast í stórmarkaði. Þetta er eitthvað svo sjálfsmiðað viðhorf. Skítt með það að við séum hluti af einhverri stærri plánetu. Mér finnst þvert á móti að það eigi algjörlega að gera almenningssamgöngum hærra undir höfði og gera betri hjólreiða- og göngustíga. Hvernig stendur til dæmis á því að fyrir íbúa Hlíðahverfis er orðið alveg fáránlega erfitt að labba upp á Landspítala við Hringbraut án þess að vera í lífshættu? Og nú er ég enginn verkfræðingur en ég sé ekki að þeir séu að gera neitt til að tengja Hlíðahverfið við Lansann fyrir gangandi vegfarendur. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að skilja að það léttir á umferðarþunga ef fólki er gert það kleift að komast hraðar á milli staða fótgangandi en á bíl.
<< Home