Æðakirugian
Það var æði á æða. Ljóðrænt. Enn og aftur sannast það að það skiptir mestu máli hvaða fólki maður lendir með. Hvort maður smitast af einlægum áhuga annars fólks og hæfileikanum til að segja frá á áhugaverðan hátt. Á æða var til að mynda rjómi kandidatanna. Kandidat nr. 1 eins og við kölluðum hann. Yndið hann Hilmir. Hann hefur þennan hæfileika að geta farið yfir EKG með manni og látið mann fá áhuga á því sem hann er að segja. Þvílíkt gæðablóð og kennsluvænn náungi OG það mikilvægasta af öllu, með húmor. Án húmors er málið dautt. Gaman þegar maður klúðrar feitt að geta hlegið sig máttlausan að því eftirá. Ég drap samt engan til að fyrirbyggja allan misskilning. Verst að ég get ekki flutt Hilmi með mér á milli deilda og haldið áfram að gera hann vitlausan með eilífum spurningum:) Og svo var það Birna. Vinkona Beggu frá Kaupmannahöfn. Klassagella alveg og það var mjög gaman hjá okkur. Verst að við lendum ekkert meira saman á deildum. En hún er eitthvað að spá og spekúlera og kannski verður hún eitthvað meira með okkur. Það yrði kúl. Á mánudag er það heila og tauga. Það er nú að leggjast eitthvað misjafnlega í menn. Sjáum til.
<< Home