luxatio hugans

awakening

föstudagur, október 14, 2005

Sönn saga

Ég var að lúra uppi í sófa í gærkvöldi í Reynilundinum. Mér var kalt. Ég kallaði í Ingvar og bað hann að koma og kúra hjá mér og hlýja mér. Það kostaði nokkrar beiðnir því hann sat önnum kafinn við borðstofuborðið að vinna heimanámið sitt. Svo lét hann tilleiðast og kom og lá hjá mér í smástund.
Svo spurði hann: Er þetta nóg?
Nei, sagði ég.
Eftir smástund sagði hann svo: Má ég ná í hitapoka til að setja í staðinn?
Nei, sagði ég. Ég vil svona Ingvarshlýju.
Þá sagði Ingvar: Nei nú verð ég að fara að vinna heimanámið mitt!!!!
Og svo stóð hann upp og fór og ég lá eftir og leið eins og einhverjum sem spillir því góða og göfuga í fari annara. Hnuss.