luxatio hugans

awakening

laugardagur, janúar 28, 2006

Djöfulsins viðbjóður

Oft eru sjúklega girnilegir hlutir í tímariti Morgunblaðsins um Mat og Vín. En í dag er einhver kokkanemi að rembast við að vera sjúklega spes og frumlegur og er með uppskriftir að gourmet Þorramat. Þar má meðal annars finna rúllupyslu og hunangsristaða lifrarpylsu með blómkálsmauki og sviðasalat - confit eldað. Skoðum það aðeins nánar.

Innihald:
3 Sviðahausar
Ferskar kryddjurtir, t.d rósmarín eða timjan, já góðan daginn.
Hvítlaukur
Olía
Maldon salt, guð forði okkur frá því að nota venjulegt borðsalt á sviðahausana fínu
1 askja harricot vert-baunir ???????? WTF?
1 poki perlulaukur
50g smjör
Fersk rauðrófa

Ég fékk tár í augun við að berjast við gag reflexinn á meðan ég ritaði þetta.