Nokkur gullkorn frá Ingvari
þar sem að ég er ekki með síður krakkana lengur opnar.
Ingvar eignaðist vinkonu á leikskólanum sem hann var á, sem heitir Elín María. Svo skildu foreldrar hennar og hún býr hjá mömmu sinni einhvers staðar í Grafarholti eða eitthvað en kemur og er aðra hverja helgi hjá stuðboltanum pabba sínum, kafaranum Matta sem býr í næstu blokk. Þau Ingvar eru miklir félagar, og þar sem hún er með skemmtilegri börnum og á afar uppátækjasaman pabba þá gleður það mig mjög. Ingvar hefur upplifað eitt og annað með þeim sem hann hefði ekki gert annars. Okei þetta var intróið hér koma gullkornin:
Ingvar: Elín María þegar við verðum orðin hjón þá búum við sko á sama stað. Það kemur ekki til greina að hafa þetta eins og hjá mömmu þinni og pabba.
Elín María: Hvernig komist þið út ef það kviknar í? Ingvar: Þá koma bara slökkviliðsbílarnir yfir götuna og keyra yfir girðinguna að húsinu okkar. Það er fljótlegast. Líf fólks skiptir meira máli en girðingar.
Elín María: Er bíllinn ykkar ekki læstur. Ingvar: Nei það þarf ekkert að læsa bílum hér í Hlíðunum. En það þarf að læsa þeim í Kópavogi.
<< Home