luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 22, 2006

Árshátíð 2006

Árshátíð Læknanema í gær var bara æði. Ég var náttúrulega full sjálfstrausts þegar Lilja sæta var búin að gera sitt besta við að flikka upp á mig. Ester þekkti mig ekki þegar ég kom heim frá Lilju og stóð bara og horfði á mig eins og ég væri ókunnug kona. Kommon, hef ég mig svona sjaldan til? Ég var mjög ánægð með borðfélaga mína. Sérstaklega er maki einnar einstaklega skemmtilegur. Heppin hún. Það hlýtur að vera gaman heima hjá henni;) Ekki að ég kvarti með Dodda spilandi ástarlög á píanóið til mín. Angist mín jókst þegar leið á kvöldið og styttist í skemmtiatriðið okkar. Enda er ég með almættissyndromið og leið eins og ég væri á leið í höggstokkinn. En á milli skemmtiatriða 3. og 4. árs voru Halldóri Jónssyni jr. veitt kennsluverðlaunin og hann hélt yndislega ræðu. Á meðan hann var að tala fann ég til gríðarlegrar væntumþykju og þakklætis fyrir allt sem hann hefur kennt mér og gert fyrir mig. Rosalega er ég alltaf heppin með leiðbeinendur. Ég vissi ekkert um manninn þegar ég bað um að fá að gera seminar hjá honum. Það er eins og mér sé stýrt. En þá að skemmtiatriðinu okkar sem var gríðarlega vel tekið og þá var þungu fargi af mér létt og ég skemmti mér konunglega það sem eftir lifði kvölds. Dansaði og allt maður, sem ég geri nú ekki mikið af. Fórum ekki heim fyrr en klukkan að verða hálf fjögur. Petler vinur minn, sem er uppáhalds, átti yndislega spretti undir lokin. Petler er einn af þessum mönnum sem gera heiminn betri með nærveru sinni. Ég lenti í alvarlegum lífsháska í gær, en ég komst frá því ósködduð. Sennilega er það æðri máttarvöldum að þakka en ekki mér. Ég er allavega þakklát í dag fyrir að vera heil á húfi.