Nú biðla ég til þjóðar minnar
Sko, ég hef alveg ágætis áhuga á Júróvisjón. En hvað um það? Ég er ekkert verri fyrir því. Nú las ég í Mogganum í dag að þjóðin ætti að velja sér fulltrúa með símakosningu. Því kemur hér tillaga frá mér. Veljum eitthvað töff og séríslenskt. Við eigum svo mikið af flottu liði sem er að gera eitthvað sjúklega spes, eins og Sigurrós, Mugison, Múm, Hjálma og fullt af fleirum, sem sennilegast eru nú samt ekki að ómaka sig með lag í undankeppni Júróvisjon. En það gætu verið aðrir spútnikkar þar. Þess vegna finnst mér að við eigum endilega ekki að velja eitthvað danslag sem Birgitta syngur, Þorvaldur Bjarni samdi og útsetti og Birna Björns samdi dansana við. Og ekki endilega af því að við þurfum að vinna þessa keppni, heldur bara til að sýna íslenska tónlist. Og hunskist svo til að fara eftir þessu.
<< Home