3 ára afmælispartý
Við héldum smá ammilispartý í gærkvöldi. Það var bara reglulega notalegt enda tókum við þann pól í hæðina að bjóða fáum en góðum konum. Ég fékk nokkrar kúl gjafir en af því að ég er svona sagnfræðinörd þá var ég mest hrifin af plöntu sem ég fékk. Sú er sögð afleggjari af blómi sem Dr. Bob var með á læknastofunni sinni í Akron. Það er náttúrulega frekar smart ef satt er. Allavega ætla ég að trúa því. Og svo fannst mér 1. útgáfa Stóru bókarinnar líka mjög flott og leðurhulstrið utan um hana. Já þetta var fínt. Eðli málsins samkvæmt verða engar myndir af gestum sýndar, hehe. Ohhh nú er svo langt í næsta afmæli. Á laugardagskvöldið verður svo bundinn endahnúturinn á afmælisviku þessa þegar við förum á Flórída að sækja okkur 3 ára pening. Og reyndar í 7 ára afmæli annars félaga að því loknu. Endalaust líf og fjör.
6 Comments:
Til hamingju elsku Allý mín:) Ég er svo stolt af þér!
Þetta með plöntuna er víst heilagur sannleikur að því er maður heyrir.. og jú... fólk ber víst ekki lengur ljúgvitni sem þar talar! Annars hef ég aldrei viljað þessa plöntu.. drep allar plöntur sem að mér koma og FOOKK.. ekki ætla ég að eiga það á hættu að drepa blómið hans dr. BOB... ekki séns! En til lukku og vonandi nýtist bókin góða þér!
Hulda þjófur........ en það er bara kúl. Flórída í kveld? Ikke?
til hamingju en og aftur , geðveikt kúl mynd ,klikkaði samt alveg á að smakka kökuna :(
Æi þú misstir ekki af neinu Lilja..... hún var þrælvond. Það sem ég sagði ekki þá en get sagt núna er það að ég átti ekki nóg hveiti þegar ég var að baka hana og þurfti því að drýgja með heilhveiti. Hver hefði trúað því að það munaði svona miklu á hveiti og heilhveiti???
Ekki ég, hehehehe..... en kakan er óþverri:) Ingvar getur ekki einu sinni étið hana
hihih snilld ;) já hver hefði getað trúað því hmmm en kakan var kúl fyrir því ;)
Skrifa ummæli
<< Home