luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 08, 2006

Tónleikaslashnáttúrublogg

Ég fór á Náttúruverndatónleikanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ég var búin að gleyma því að Doddi sagði mér fyrir löngu að hann hefði keypt miða á þessa tónleika og ég var búin að segja honum að ég færi ekki ef ég þyrfti að standa á gólfinu. En allavega þá skipti ég um skoðun í gær. Ég get það nefnilega núna, skipt um skoðun. Við fórum fyrst og borðuðum tælenskan mat með Snorra, Tinnu, Þóri og Huldu. Hann var sjúklega góður og ég á eftir að fara aftur á þennan stað. En þá að tónleikunum. Ég komst að því í gærkvöldi að það er fátt sem gerir mig jafn pirraða og að hlusta á tónlist sem mér finnst leiðinleg. Ég fyllist óskýranlegum óróa í öllum líkamanum og passa ekki lengur í eigið skinn. Sem betur fer leið mér ekki þannig í allt gærkvöld. Þegar við svo komum á tónleikana var KK að slá síðustu tónana og svo kom Björk. Hún var ágæt. Ég aldrei áður séð Björk á tónleikum svo þetta var svona must see. Svo rann þetta eitt af öðru, sumir fínir en aðrir mjög leiðinlegir. Mér finnst hryllingur að standa kyrr og hlusta á lag sem mér finnst viðbjóður og ætlar engan endi að taka. Eilífar endurtekningar, aftur og aftur og aftur þangað til að mig langaði til að skjóta mig í hausinn. Þetta er náttúrulega snilldin eina við að geta skipt um útvarpsstöð. Þegar manni leiðist svona hræðilega er erfitt að standa kyrr á gólfinu og maður finnur ótrúlega vel fyrir vöðvabólgunni akkúrat medialt í supraspinatus. Jafnframt finnur maður hvað tánöglin á vinstri litlutánni er óþægileg löng og nuddast út í skóinn. EN ÞÁ kemur Damian Rice á sviðið og allur sársauki og óþægindi hverfa eins og fyrir kraftaverk. Ekkert kemst að nema unaður og maður vill hvergi annars staðar vera nema nákvæmlega á gólfinu, í hitanum og notalegum troðningi. Sama gilti um Mugison og Hjálma. Það var æði og þá var æði að vera á gólfinu. En þá var tónleikunum lokið hjá mér og við tók viðbjóðurinn eini. Lið sem spilaði eitthvað sem maður heyrði ekki að væru lög með EILÍFUM endurtekningum á sama stefinu eins og rispuð plata. Ég hata endurtekningar. Það er ástæðan fyrir því að ég þoli ekki svona samkvæmis hópsöngva með mörgum erindum og einnig hvers vegna ég slekk á Ást með Ragnheiði Gröndal eftir 2.02 mín. Egó náði að klóra í bakkann svo að ég var ekkert rosalega pirruð þegar ég labbaði út. En ekkert mikið meira en það. Samt var þetta skemmtilegt kvöld þegar upp var staðið. Jamm

5 Comments:

At 5:06 e.h., Blogger Ally said...

Já og hann spurði einmitt um þig í gærkvöldi.

 
At 5:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála, frábærir tónleikar... en hvaða hálfviti setti ghostdigital á dagskrá...??? þá stóð ég með fingurna á kafi í eyrunum og engdist um af líkamlegum kvölum og hugsaði með hryllingi til þess þegar ég mætti ALLT OF snemma á Pixies tónleikana :/ þetta var hrein hörmung

 
At 6:01 e.h., Blogger Ally said...

Ghostdigital var náttúrulega bara viðbjóður, þó krakkinn með lúðurinn hafi verið krúttlegur.
Og ekki var furðufuglinn hún Magga Stína skárri. Fékk þó uppreisn æru með Megasarlaginu sem er þrælgott

 
At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska líka Damian Rice.... En þá veit ég það að ég bíð þér, Stóru systir aldrei á tónleika þar sem við þurfum að standa og hvað þá ef þetta er eitthvað svona endurtekningabull!!!

 
At 11:21 e.h., Blogger Ally said...

Ég er ennþá með: "ég ætla að fá mér kærustu....." á heilanum. En það er hressandi svosem

 

Skrifa ummæli

<< Home