luxatio hugans

awakening

sunnudagur, desember 25, 2005

Jólagjöfin í ár

Síðustu ár höfum við Doddi alltaf gefið Ingvari eitthvað fínerí úr tré. Eitthvað sænskt og skapandi. Ekkert afþreyingardrasl heldur átti drengurinn að hafa ofan af fyrir sér sjálfur.
En í ár var annað uppi á teningnum. Þegar ég fór að versla jólagjöfina handa Ingvari þá var ég með Auðbjörgu. Hún, sem þykist andlegri en velflestir, spillti flekklausum Waldorfhuga mínum og kom inn þeirri hugmynd hjá mér að ég væri ekkert slæm móðir þótt ég gæfi Ingvari playstation 2. Svo ég gerði það. Keypti playstation og 2 leiki. Viðbrögðin hjá drengnum hafa aldrei verið ofsafengnari þegar hann hefur opnað gjöfina frá okkur. Hann hló og faðmaði okkur hvað eftir annað. Fyrri ár hefur það verið þannig að Ingvar hefur verið hálf áhugalaus um gjöfina frá okkur og við eytt hálftíma í að selja honum hugmyndina um það hvað gjöfin sé frábær. Það sé hægt að byggja svo margt sniðugt úr svona trékubbum:) Hehehe, needless to say, þurftum við ekkert að selja honum hugmyndina um það hvað það væri gaman að eiga leikjatölvu. Maður reynir og reynir að ameríkasera ekki börnin sín en á bara ekki séns. Jæja Ingvar er glaður og ég er nú þegar búin að rústa Baldri einu sinni í Buzz í dag. Baldur greyjið átti erfitt með að leyna gremju sinni. Og það á sjálfri hátíð ljóss og friðar.

9 Comments:

At 5:14 e.h., Blogger JFK said...

Ég verð að lýsa yfir ómældri ánægju minni með þessa gjöf ykkar til frumburðsins. Þetta mun göfga líf hans og samhæfing handa og augna verður mun meiri en nokkurn tímann fengist úr þessu sænska drasli.
Gott með ykkur.

Og gleðileg jól kæru vinir,
Jón "þaðerenginnbetriíplaystationenég" Fannar

 
At 5:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það voru fleiri sem fengu PlayStation þessi jólin og það virðist ekki skipta máli á hvaða aldri fólk er, gleðin er alltaf sú sama þegar pakkinn er opnaður...

 
At 2:06 e.h., Blogger Ally said...

Jón ég skora á þig í Buzz. Ömurlegt að vinna alltaf alla. Þú gætir verið challange?? Og þó......

 
At 4:37 e.h., Blogger Ally said...

Hulda........ ég og þú, í Buzz á nýju ári and you´re going down!!!

 
At 11:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hulda! Ég treysti á þig...það þarf einhver nauðsynlega að fara að lækka aðeins rostann í þessarri konu!

 
At 1:42 e.h., Blogger Ally said...

Já Baldur þetta var ansi gott á þremur dögum.

 
At 7:04 e.h., Blogger JFK said...

Ég tek ekki fram stýripinna fyrir svona smámuni, en ef að heiður Baldurs er í húfi get ég svo sem mætt á svæðið og lækkað rostann í ljóskunni...
JFK

 
At 10:13 e.h., Blogger Ally said...

Hulda, Baldur. Baldur, Hulda. Bæði á lausu. Bæði með aumkunarverð markmið um að knésetja mig. Hljómar eins og fullkomin byrjun á sambandi

 
At 3:27 e.h., Blogger Ally said...

Þú minnir nú dulítið á Jodie, Hulda. Allavega finnst honum Jodie ekki of gömul til að vera sexy.
Og svo ertu auk þess ekki eldri en hann hefur farið elst, svo ég sé ekki annað en að þetta sé allt að smella saman. Gvuð hvað ég hlakka til að halda á börnunum ykkar undir skírn.

 

Skrifa ummæli

<< Home