luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, desember 21, 2005

Kominn tími

á up to date. Lífið með húshjálpinni gengur sinn vanagang. Ég er að venjast þessu en þetta er rosalega skrítið. Það er rosalega skrítið að hafa einhvern með tuskuna á lofti ALLTAF. Ég fæ massa samviskubit þegar mig langar bara til að fletta mogganum og það er einhver að moppa gólfið við hliðina á mér á meðan. Hver kannast ekki við: "Æi nú þarf ég að hjálpa til......." elementið sem fer í gang þegar einhver er að hamast nálægt manni? Nema að þessi gella vill enga hjálp. Jæja jæja. Þessi íbúð býður nú samt ekki upp á öll þessi þrif. Ég er bara í skólanum eftir 13 þessa dagana og Ingvar hefur ekkert farið í skólann útaf hlaupabólu og ég er viss um að gellan skilur ekkert hvers vegna í ósköpunum þetta fólk þurfti heimilishjálp. Hún hefði þurft að koma þegar ég var í verknáminu. Það kemur að því að við verðum eitthvað lítið heima við. Þangað til verður hún bara að fá að hugsa að við séum aumingjar.
Okkur var boðið í rosa welcome party sem filippeysku frænkur Lydiu á Íslandi héldu handa henni. Þar voru líka aðrir Íslendingar sem hafa haft og eru með filippeyskar konur heima hjá sér. Maturinn var HIMNESKUR. Svona lúxus útgáfa af Nings og þess háttar stöffi. Við Doddi borðuðum svo í mestu makindum á meðan Ester gekk á milli kvennana sem allar kjössuðu hana og dönsuðu við hana og ég þurfti engar áhyggjur að hafa. Það var lúxus.
Óhreinatau karfan er alltaf tóm, uppþvottavélin er alltaf tóm, þetta lofar góðu. Mér líður samt eins og fávita.

2 Comments:

At 5:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hesus Petur... ég gat bara ómögulega komist yfir öll skrifin þín í einum rykk svo ég verð að taka 2 síðar! Varð að skjótast á tannlæknastofuna til að lesa færsluna um þá Filipseysku ;)
og til lukku með húshjálpina og ef hún er viðþolslaus þá má hún auðvitað koma og heimsækja mig, því það veitir ekki af því að þrífa heima hjá okkur þar sem allt er í sementsryki og nánast hin hreinasta viðurstyggð... en þetta er allt að koma! 2 dagar til jóla og steikin verður löggð á borð kl 18.00 pronto! Jæja kíki á þig og sæki jólakortið mitt síðar í dag eða snemma á morgun;) Gleðileg Jólin!

 
At 1:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Allý mín, ég er græn af öfund út af nýju húshjálpinni þinni. Ég var búin að setja mér það markmið að fá mér heimilishjálp ekki degi síðar en ég útskrifast úr náminu, en núna er ég alvarlega farin að íhuga hvort ég geti gert þetta fyrr. Fyrst þú mátt hafa húshjálp þá hlýt ég líka að mega það.

Mín verður samt að kunna að spila Bakkamon og leika í póní með A. Kannski aðallega út af því að maður er ekki lengi að þrífa 50 fm.

Gleðileg jól mín kæra
þín Bergþóra

P.s. er á næturvakt og því færðu svona vafasamt komment frá mér.

 

Skrifa ummæli

<< Home