luxatio hugans

awakening

föstudagur, desember 09, 2005

Kona með fortíð

getur greinilega ekki kastað svona kæruleysislega fram athugasemdum um yfirvofandi snapp. Fólk fríkar í umvörpum. Sagan er þessi. Loksins LOKSINS þegar við héldum að öll leyfi, visaáritanir, flugmiðar og annað ólýsanlegt krapp væri klappað og klárt, mætti Lydia galvösk á flugvöllinn á leið til Íslands. Þá hleyptu þeir henni ekki í flugið, þarna í vegabréfseftirlitinu í Manila, því örvitarnir í norska sendiráðinu höfðu klúðrað visa árituninni. FÁVITAR. Svo 150.000 króna flugsætið okkar flaug bara autt til London. Helvíti næs fyrir þann sem gat lagt jakkann sinn frá sér í sætið. Urrrrrrrrr. Eftir mörg símtöl og margar heimsóknir í ýmsar stofnanir út um allan bæ, lítur nú samt út fyrir það í augnablikinu að þetta reddist. Tafir um heila viku samt sem er ekki gott fyrir læknanema í verknámi. Því ætlar hún litla dóttir mín í smá heimsókn til Akureyrar. Og það er búið að redda farinu, svo takk Bergþóra en þú þarft ekki að fara með hana upp á Eirberg. Það hefði verið gaman fyrir þig samt.
Púst.......... Það þarf samt ansi mikið til að sambýlismaður minn með langlundargeðið gangi hér um gólf æfur, bölvandi og ragnandi.
Ég spái því að ég eigi eftir að gráta meira þegar ég fæ Lydiu í fangið en þegar mér voru rétt börnin mín nýfædd.

8 Comments:

At 5:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ók fyrir okkur sem föttum ekkert um hvað þú ert að tala!!! Hver er Lydia????????????????

 
At 6:28 e.h., Blogger Ally said...

Nú Lydia er auðvitað filippeyska húshjálpin mín.
Það eru allir heiðvirðir háskólanemar með húshjálp nú til dags. Þaðéldnú

 
At 7:44 e.h., Blogger B said...

Ég er með eina - hún er reyndar íslensk. Heitir Magga V. Voða fín.

Bergþóra

 
At 8:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æði af hverju notar þú hana ekki Allý þá þarftu ekki að borga flugmiðann. Og þar sem Magga tekur engin laun (svo göfug gerir þetta bara ánægjunnar vegna) myndiru spara fullt.....

 
At 11:49 e.h., Blogger Ally said...

Ég hef ekki heyrt neitt spes sögur af Möggu V. Hún skúrar víst ekki vel út í hornin, og þó að það sé eitthvað sem Bergþóra getur sætt sig við, þá verður það sama ekki sagt um okkur hér í Hlíðunum. Ég er sko alveg að verða læknisfrú.

 
At 5:15 e.h., Blogger Ally said...

Hulda, það hefur einu sinni gerst!

 
At 12:23 e.h., Blogger B said...

Sorry ég ruglaðist það er ég sem er húshjálp hjá Möggu V. Þannig að þetta með hornin er mín sök :D

Bergþóra

 
At 12:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh húshjálp, gæfi sko helling fyrir húshjálp svona rétt fyrir jólin, er bara ekki að koma neinu í verk hérna..

 

Skrifa ummæli

<< Home