Dagáll
Hann Matti Patti á afmæli í dag. Ég get ekki nefnt töluna, það er innbyggt í mig að fara að hiksta óstjórnlega ef ég nefni svona háa tölu. Ég fór í gær til Hveragerðis og skoðaði nýjasta afkvæmi Matta og Kristínar, sú var alveg eins og Matti og þykir mér því við hæfi að stúlkan fái nafnið Matthildur. Ég geri ráð fyrir að það verði farið eftir þessari ábendingu. Ég fer helst ekki upp í Grafarvog og því fannst mér þetta vel af sér vikið hjá mér. En talandi um að fara ekki upp í Grafarvog. Því ég gerði einmitt það í morgun. Alla leið upp að Korpúlfsstöðum með Ester Helgu í klippingu. Ég gerði mér enga grein fyrir því að það væri komin þessa svakalega byggð þarna. Þetta er eitthvað fyrir Silvíu Nótt að semja lag um. Auðn 2005. Hvað fær fólk til að búa þarna? Maður spyr sig............
En þarna í auðninni er þrátt fyrir það eina hárgreiðslustofa landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við börn. Þarna var hellingur af drasli til að dreifa litlum hugum, og ef það væri hægt að væla yfir einhverju, þá var eiginlega of mikið af drasli. Ester var nefnilega með hausinn á fleygiferð að skoða allt. Fuglabúrið, stubbana í sjónvarpinu, stýrið á bílnum sem hún sat í, dótið sem hún hélt á og þannig gæti ég haldið áfram ef ég nennti því. En hún er fín og mig blöskraði ekkert hvað ég borgaði fyrir þetta. Þá er þessum dagál lokið og vonandi verða þeir ekki fleiri því mér leiðast svona dagbókarfærslur fólks á netinu. Á ég að eyða þessu? Æi nei látum það standa.
4 Comments:
Talandi um Ester Helgu, hvenær ætlið þið að fara að borga barnaland svo maður geti fengið að sjá "krílin" ykkar, eða þarf maður bara að fara að kíkja í heimsókn?
Ég nenni ekki lengur að halda úti þessum síðum. Þannig að þær eru off nema Doddi taki upp á því að skrifa á þær.........
Ég get skrifað nákvæmlega sama komment hér og hjá Höddu. En ég nenni því ekki og því linka ég þangað: http://www.blog.central.is/hadda/?page=comments&id=1239706
Nú er ég hinsvegar búinn að skrifa helmingi meira en upprunalega kommentið!
Robbi þetta er eins og með sólina í Stubbunum.
Þú munt elska hugmyndina um hárgreiðslustofu fyrir börn þegar þú ferð með þinn eigin ofvirka gutta, sem getur ekki verið kyrr í eina sekúndu þangað.
Skrifa ummæli
<< Home