luxatio hugans

awakening

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Rólódiss

Fór með sætu dóttur mína á róló í dag. Hún var í nýja rauða kuldagallanum sínum, með rauða húfu með bleikum fíl á enninu og í bleikum stígvélum með rauðum og gulum blómum á. Á róló var einn faðir fyrir, með ca. fjögurra ára stelpu. Hann mætti okkur brosandi og spurði mig afar kumpánalega hvað hann væri gamall þessi. Lít ég út fyrir að vera sú týpan sem kemur með það statement að klæða son sinn í allt rautt og bleikt?