luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Verklega kirugiuprófið

Ég gleymdi að tala um verklega kirugiuprófið sem ég tók um morguninn áður en ég fór til Köben. Þetta er fyrsta munnlega prófið sem ég tek og ég var geðveikt stressuð. Skrítið að vita ekki almennilega til hvers er ætlast af manni. En þetta fór vel, sérstaklega núna þegar einkunnin er komin í hús. Þá gekk mér greinilega betur en ég hélt á staðnum. Sem er tvímælalaust betra en hið gagnstæða. En hér er fallegi helmingurinn af bekknum mínum sem var á kirugiu fyrir áramót.


Hópur 1.



Hópur 2

Hópur 3.

Virðulegt lið, ekki satt? Kannski leynist þarna einhver verðandi kirug. Varla ég samt. Eða ég veit það ekki reyndar. Það þarf náttúrulega varla að taka það fram að hinn fallegi helmingur bekksins var á medicin og því ekki á þessum myndum. Þau eru þó ekki síður virðuleg. Eiginlega virðulegri, því þau kunna svo mikið af virðulegu stöffi. Við kunnum bara hluti um blóð og iður. En það er fínt.