Snilldarreglur
Hehehe Ingvar kom heim með skriflegar reglur 7. flokks kk. í Val. Þær eru svohljóðandi:
1. Bannað er að skamma samherja sína. Ef það gerist, þá verður sá sem skammaði að sitja fyrir utan völlin og horfa á í 2 mín.
2. Bannað að slást. Sá sem er laminn fær vítaspyrnu.
3. Þegar þjálfarinn er að tala, þá verða allir að hlusta. Ef þið hlustið ekki, þá vitið þið ekki hvað þið eigið að gera og þá getið þið ekki orðið betri í fótbolta.
Væri ekki heimurinn góður ef hægt væri að heimfæra reglur sem þessar á allt mögulegt. Regla 2 höfðar samt mest til mín.
<< Home