luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Det var dejligt í Danmark

Jæja þá erum við komin heim frá Kongens København. Það var myljandi fjör alveg. Við hittum frændfólk Þóroddar sem er einstakt fólk. Þrjú systkini sem eiga íslenska mömmu og færeyskan pabba og eru búsett í Kaupmannahöfn í námi. Þvílíkt öðlingsfólk, sem er svo vel af guði gert, að mann skortir orð til að lýsa því. Síðasta kvöldið sem við vorum þarna úti, var Flóvin frændi upptekin með félaga sínum Össuri Skarphéðins. Hér er það sem Össur hefur um Flóvin að segja og segir mér svo hugur að fleirum en mér finnist mikið til þessa fólks koma:) Össur talar líka um ferð á Regens í herbergi Jóns Sigurðssonar. Þangað fórum við Doddi líka og hér má sjá okkur í glugganum hans Jóns. Ó við menningarvitar. Við gerðum líka margt fleira skemmtilegt. Vorum heilmikið með Beggu og Robba. Flippuðum ærlega og skruppum til Svíþjóðar. Það er nefnilega svo flippað að fara til margra landa. Það var nú samt neyðarlegt hvað Robbi var fáránlega æstur yfir því að hann væri að fara til Svíþjóðar. En maður umber nú ýmislegt þegar vinir manns eru annars vegar. Það koma fleiri myndir á eftir en nú þarf ég að fara í kennslustund.