Afmælisbarn
Ég átti ammilli í gær. Það var eins og hver annar dagur, voðalega lítið merkilegur. Ég var búin að lýsa því yfir að ég þyrfti engar gjafir, og auk þess þá meinti ég það, því ég var svo efnishyggjulega mett eftir Danmerkurferðina. Þó fékk ég ágætisgjafir. Fallegust var þó þæfða veskið sem Ingvar kom með heim handa mér úr skólanum. Ég fór á kaffihús um kvöldið með vinkonum mínum. Það var reglulega skemmtilegt enda eru þær skemmtilegar. Þjónninn sem serveraði okkur var afar fyndinn. Afar hýr var hann einnig, en það hafði, held ég ekki, áhrif á hve fyndinn mér þótti hann. Við vorum að spjalla og gaurinn að færa okkur hluti og skaut inn kaldhæðnislegum kommentum á umræður okkar. Ég hefði tipsað hann fyrir skemmtilegheit ef það tíðkaðist að tipsa á Fróni. Vinkonur mínar gáfu mér líka gjafir. Bók fékk ég, og krydd frá Ungverjalandi. Það er náttúrulega sjúklega smart að eiga ferskt krydd frá Ungverjalandi. Ég mun nota það næst þegar ég geri ungverska gúllassúpu, en hana geri ég reglulega. Bókin var líka æði, og ótrúlega merkilegt að fyrr um daginn hafði ég staðið inni í bókabúð og girnst hana. Svona þekkja þær mig vel.
Jæja ég stefni hraðbyri inn í ellina. Það er víst óumflýjanlegur andskoti. Svei.
<< Home