Ripp off í góða þágu
Ef þið viljið arðræna einhvern þá er eins gott að það sé í þágu góðs málefnis. Hér kemur dæmisaga. Í gær að loknum hefðbundnum skóladegi, þá þurftum við að funda, nokkur úr bekknum mínum. Hungrið svarf að og við Sigurður Árnason ákváðum að fá okkur köku og kakó hjá Hringskonunum í Barnaspítalanum. Ég borgaði á undan Sigga og fékk reikning upp á 450 krónur fyrir þurra, aðkeypta, verksmiðjubakaða skúffukökusneið og kakóbolla úr vél. Siggi sem hafði verið að blaðra við einhvern, leit á mig með barnslegu þakklæti þegar hann sá debetnótuna sem ég var að kvitta á og spurði hvort ég hefði líka borgað fyrir sig. Desværre var það ekki svo. EINA ástæðan fyrir því að ég lét bjóða mér þetta er sú að þær kaupa lækningatæki fyrir barnaspítalann sem Ríkið okkar, með sína brengluðu forgangsröðun, hefur ekki efni á að fjármagna. En hey, gerum endilega göng til Héðinsfjarðar, og einhverra fleiri eyðifjarða while we´re at it.
4 Comments:
Hvað varð um að smyrja nesti og setja kakó á brúsa og taka með sér?
Fuss og svei
Bergþóra
Hey!! Þið eruð ekki að ná boðskapi sögunnar.....
Ég keypti samt jólakortin þeirra. Komst svo að því að myndin framan á er af Barnaspítalanum! Það er ekki bara ljótt heldur líka alveg yfirmáta nördalegt. Ég hugga mig líka við að þarna legg ég í púkkið fyrir nýjum lækningatækjum... Varð samt barnslega glöð um daginn þegar ég komst að því að það er ábót á kaffið hjá þeim. Fannst skyndilega eins og 220 kr væru ekki svo miklir peningar til að svala koffín fíkninni! Þú hefur ekki reynt að fá ábót á kakóið?
Ég hefði fengið ábót á 250 króna kakóið ef ég hefði sóst eftir því. Þannig að í raun og veru er þetta spottprís ef út í það er farið.....
Skrifa ummæli
<< Home