luxatio hugans

awakening

föstudagur, desember 16, 2005

Absurd

Word of advice; Ef þið ætlið að fá ykkur filippeyska húshjálp, ekki vera búin að þrífa áður en hún kemur. Þá leiðist henni. Þegar ég kom fram klukkan 07.00 í morgun þá var gellan á öðru hundraðinu að rífa úr uppþvottavélinni, afar rösk til verka. Svo leit hún á mig og sagði: Now I cleen, og svo gerði hún skúringarhreyfingar á táknmáli. Ég sagði henni að vera alveg róleg, það væri engin þörf á því. Ég skutlaði Dodda og Snorra í Fossvoginn klukkan 07.15 og þegar ég kom heim aftur klukkan 07.30 var gellan búin að finna ryksuguna okkar upp á eigin spýtur og byrjuð að ryksuga. Gólfflöturinn í íbúðinni er svosem ekki stór og þegar hún var búin að því, þá kenndi ég henni að setja í eina þvottavél, við tæmdum aðra þvottavél í þurrkarann, og hengdum viðkvæmu fötin upp. Nú er klukkan 08.08 og konan er viðþolslaus af verkefnaskorti og ég hef ekki glóru hvað ég á að láta hana gera. Mig langar að taka bakföll og hlæja móðursýkislega. Þetta er náttúrulega absurd.

9 Comments:

At 11:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Viltu að ég renni við með lyklana að Mávahlíð. Sú held ég yrði ánægð að komast inní þá gullnámu, skítur, lóg, uppvask og almennur viðbjóður:-) ALLSTAÐAR..........

 
At 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei, Aðalheiður. Nú átt þú að skella þér upp á bókhlöðu til að losna við að þurfa að horfa á húshjálpinni þinni leiðast. Kenndu henni bara á sjónvarpsfjarstýringuna fyrst.

 
At 3:17 e.h., Blogger Ally said...

Hulda, þú ert hálfviti:)

 
At 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hér er allt löðrandi í ryki og drasli, allar þvottakörfur stútfullar, eftir að skrifa á jólakortin og fara yfir 36 próf. Þar sem Ester er hvort eð er hér fyrir norðan þá getur hún bara komið. Hef laust herbergi - og get líklega sótt hana á völlinn. Svo þekki ég eina konu frá Filipseyjum sem hún getur heimsótt. Get skilað henni aftur suður fyrir jól.
kveðja
Desperate housewife

 
At 7:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jahérna... kraftur í henni Lidiu! Lýst vel á hana! Slær samt ekki Aupairinni út í Hamburg við:) höfuð það á kristaltæru!

 
At 9:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig væri að kenna henni að setja myndir inn á barnaland og opna síðurnar ykkar aftur ???

 
At 10:13 f.h., Blogger B said...

Er hægt að hlusta of oft á Kósíheit par exelans með Baggalút?

kveðja Bergþóra

 
At 2:10 e.h., Blogger Ally said...

Kæra Bergþóra,
nei það er hreint ekki hægt. Nema síður sé.
Kveðja Aðalheiður

 
At 1:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að vita að ég er þá ekki með e-ð heilkenni. Held þá bara áfram að hlusta á Kósíheitin á repeat.

Kveðja Bergþóra

 

Skrifa ummæli

<< Home