Seinþroska sakleysi
Ég heyrði sögu í dag af manni sem ég þekki vel. Maður þessi, sem er 25 ára, gerði afar tímabæra uppgötvun í fyrradag. Hún er sú að jólasveinninn í slagaranum góða: "Ég sá mömmu kyssa jólasvein........." er í raun og veru pabbinn í jólasveinabúning. Fram að því hafði hann fyllst óhug yfir lauslæti móðurinnar, og hálfvorkennt pabbanum. Ég var stödd inni í troðfullri Kringlunni þegar ég heyrði þetta, og ég öskraði úr hlátri. Þetta var samt þess virði að hafa orðið sér til skammar yfir því.
4 Comments:
Mér finnst það mjög eðlilegt að hafa verið hálfandvaka yfir þessari mjög svo óviðeigandi hegðun móðurinnar á hátið fjölskyldunnar. Það eina sem er ósvarað ennþá er þá, hvar var pabbinn? ég held að hann hafi verið á skippernum og þá er erfitt að dæma mömmuna ...eftir stendur, fáranlegur texti
Ég skildi alltaf mjög vel að mamma vildi kyssa jólasveininn. Ég vildi það líka þegar ég var lítil alveg þangað til Arnar á efri hæðinni sagði mér þær hryllilegu fréttir að jólasveinninn væri EKKI TIL.
hehe...var þetta mágur þinn??
Haha gott gisk Svala, en þó er þetta ekki hann.
Þetta var kærasti Tinnu vinkonu þinnar. Sigurður Árnason heitir hann víst:)
Skrifa ummæli
<< Home