luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Auðvitað

var Eiður Smári íþróttamaður ársins. Enda kom í mínum huga enginn annar til greina. Það hefði verið fáránlegt að kjósa hann ekki. Lykilmaður í liði ensku meistaranna. Ef fólk fattar það ekki, þá veit ég ekki hvað er hægt að gera fyrir það. Kannski á það rétt á einhverjum bótum, eins og Doddi hreytti í mig um daginn. Hann sagði að ég hlyti að eiga rétt á einhverjum bótum fyrir að vera eins og ég er. Doddi er enginn ljúflingur. Hann er bölvaður hrotti. Hins vegar var ég ekki sátt við að Róbert Gunnarsson var ekki á topp 10 fyrst Snorri Steinn Guðjónsson var þar. Bíddu, hvor á aftur pabba sem er íþróttafréttamaður?? Ekki það að ég sé að ýja að neinu. Svo kom það í ljós í mogganum í morgun að Róbert vantaði bara 3 stig til að vera á topp 10. Skandall. Hann hefði fengið þennan fína Íslands Atlas. Það er nú eitthvað fyrir dreifarasleikjuna hana Svölu að fletta í gegnum. Skoða öll krummaskuð landsins. Synd.

6 Comments:

At 12:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það var talað um að valið átti einnig að byggja á framkomu utan vallar. Eiður er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega þar, tekinn fyrir ölvunarakstur og svona. Svo er hann enginn djöfulsins lykilmaður. Guðjón Valur átti að vera efstur. Besti maðurinn í bestu deild í heimi

 
At 3:03 e.h., Blogger JFK said...

Páll!!
uusssussususss. Eiður var jú stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Hann var síðar hreinsaður af þeim ásökunum þar sem að blóðsýni leiddi í ljós að ekkert áfengi var í blóði hans.
Svo hefur Mohrinio talað um mikilvægi Eiðs jafnt utan vallar sem innan hans. Það gerir hann að lykilmanni í mínum augum.
Frammistaða Guðjóns er búin að vera frábær það sem af er handboltatímabilsins og ef hann heldur áfram á sömu braut kemur hann sterklega til greina á næsta ári. Enn Eiður fékk fullt hús stiga í fyrsta sæti, segir meira en mörg orð.

 
At 4:49 e.h., Blogger Ally said...

Palli!! Besti maðurinn í bestu deild í heimi?????
75% jarðarbúa vita ekki einu sinni hvað handbolti er. Fótbolti er stundaður á hverju einasta rifi sem stendur nógu hátt upp úr sjónum til að hægt sé að setja upp tvö mörk á því.
Besti íþróttamaðurinn í útbreiddustu íþrótt í heimi sem Ísland hefur átt. Það er náttúrulega bara heimskulegt að vera að þræta um þetta.
Og auk þess þá myndi ekki einkalíf nokkurs einasta manns þola smásjá fjölmiðla án þess að eitthvað misjafnt kæmi í ljós. Og hvað með það þó Eiður Smári sé mannlegur?? Mér finnst hann bara meira kúl fyrir vikið.

 
At 12:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki frá því að Guðjón Valur hafi verið aðalmaðurinn í Essen og gert þá að Evrópumeisturum og að lið hans er núna í efsta sæti þýsku deildarinnar þar sem hann er búinn að vera besti maðurinn. En vissulega er þetta rétt hjá þér Jón Fannar

 
At 5:29 e.h., Blogger B said...

Ég veit ekki hvað þið eruð að tala um. Hvaða menn eru þetta?

Bergþóra

 
At 7:50 e.h., Blogger Ally said...

Flott Bergþóra:)

 

Skrifa ummæli

<< Home