Bjargvætturinn
Hún Jonna bjargaði mér feitt áðan. Frá því að líta út eins og rússnesk dansmær á Goldfinger, voru hennar orð. Ég kann henni bestu þakkir fyrir það, enda kæri ég mig ekki um að líta út eins og rússnesk dansmær á Goldfinger. Hrokalaust gagnvart þeim og þeirra atvinnugrein. Alveg hrokalaust. En þetta minnti mig á að þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu lífi sem Jonna hefur birst mér sem bjargvættur. Þegar ég var 8 ára þá byrjaði ég í Dalvíkurskóla í fyrsta skipti og ég byrjaði á miðjum vetri. Fullkomin situation til að vera lamin í frímó. Þá sá ég Jonnu í fyrsta skipti. Habbý frænka fylgdi mér í skólann og leiddi mig alveg inn að skólastofunni minni og þar voru allir krakkarnir sestir í leskrók. Sátu þar á svona aflöngum ferhyrningslaga svamplengjum. Þá sat þar Jonna, brosti til mín út að eyrum og klappaði með flötum lófanum á lausa plássið við hliðina á henni. Upp frá því var ég alltaf með henni þennan vetur. Svo fluttum við til Reykjavíkur aftur og ég sá ekki Jonnu fyrr en sumarið sem ég var 16 ára.
3 Comments:
Hva? Varstu að lita sjálf á þér hárið eða?
Nei reyndar ekki....
Nei Hannes lamdi mig aldrei. Enda vil ég enn trúa því að Hannes hafi verið skotinn í mér í 8 ára bekk.
Skrifa ummæli
<< Home