luxatio hugans

awakening

föstudagur, janúar 06, 2006

3 ár

Ég átti þriggja ára afmæli í gær. Vííí. Dagurinn byrjaði æðislega því ég vaknaði með læstan háls, ekki í fokking fyrsta skipti, með tilheyrandi höfuðverk, ógleði og pirring. Ég skrapp samt í morgunkaffi til Kristínar og Björgvins á meðan ég beið eftir að komast til sjúkraþjálfarans. Þetta byrjaði jú allt þar. Í kaffi hjá Björgvin. Reyndar í öðru húsi en hey. Where ever I lay my hat......... Svo voru það bara nokkrir unaðslegir fyrirlestrar uppi á Borgarspítala, klipping á árshátíðarmyndbandinu okkar og svo finally um kvöldið þá fagnaði ég þriggja ára afmælinu mínu með konum úr nýja klúbbnum mínum. Sem er ekki saumaklúbbur........... en ei hefur verið staðfest hvers konar klúbbur þetta er. Tvær komust reyndar ekki, önnur veik og hin í Austurríki og viti menn..... þá vorum við nákvæmlega rétt tala í Buzz. Svo við gerðum auðvitað nákvæmlega það. Nú veit ég að Hulda á eftir að kommenta við þessa færslu einhverjar lygar um yfirburði sína. Hulda hættu þessu!! Þetta er aumkunarvert. I pity you PITY I SAY!!

7 Comments:

At 5:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

congrads...Al

 
At 6:29 e.h., Blogger Ally said...

þanx hön:)

 
At 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilegar hamingjuóskir með árin þrjú. Sérlega gott múv sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar

 
At 8:11 e.h., Blogger Ally said...

Vó Hulda þarna fórstu yfir strikið!! Ég ætlaði ekki að stæra mig af því að hafa unnið þig með 5000 stiga mun en þú neyddir mig til þess. So there you have it;)

 
At 1:22 e.h., Blogger Maggavaff said...

Ja hérna segi ég bara. Þessu hefði ég aldrei trúað. "Ég gef henni þrjár vikur þessari" sagði ég þegar ég sá þig fyrst. Þetta er þá í fyrsta sinn sem ég hef rangt fyrir mér. En allavega, ætli það sé ekki við hæfi að segja til hamingju. Ég veit reyndar um fólk sem finnst þetta afrek ekkert merkilegt, en mér finnst þú samt rosa merkileg.

 
At 2:16 e.h., Blogger Ally said...

Takk Magga:)
Og Hulda það er lán fyrir þig að þú ert ekki Gosi.

 
At 4:37 e.h., Blogger B said...

Innilega til hamingju mín kæra. E-r er svo sannarlega góður við þig.
Knús Bergþóra

 

Skrifa ummæli

<< Home