luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 15, 2006

Táningaúlfur


Árið sem ég var 9 ára og þar til ég varð 10 ára, horfði ég svona 365 sinnum á Teen Wolf með Michael J. Fox. Þetta var skemmtileg mynd með fallegum boðskap. Lúðinn sem gat ekkert í körfu og náði aldrei í stelpur varð sjúklega vinsæll þegar hann breyttist í afar hæfileikaríkan varúlf. Þá dömpaði hann traustu, lúðalegu vinkonunni og fór að vera tæfunni, sætustu klappstýrunni. Kunnuglegur söguþráður mínus varúlfur?? En svo stóð gaurinn frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann ætlaði að leika úrslitaleikinn í körfunni sem hann sjálfur eða sem varúlfurinn. Nú auðvitað ákvað hann að hætta á það að allir myndu hafna honum eftir að hann væri búinn klúðra úrslitaleiknum og leika sem hann sjálfur. Hann var sko bara varúlfur þegar hann var æstur, reiður, hræddur, eða kynferðislega æstur. Að loknum fyrirsjáanlegum sigurleik þar sem sigur náðist með vítakörfu, sem Scott tók, þá ýtti hann illgjörnu klappstýrunni til hliðar og fór í sleik við traustu vinkonuna. Ahhhhhh, klassiker. Ég hætti ekki að horfa á myndina sökum þess að ég hefði fengið leið á henni, heldur vegna þess að filman í spólunni slitnaði. Ég held að ég þurfi að sjá hana einu sinni í viðbót til að fá closure.