luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 15, 2006

Afar vel vakandi

Í Velvakanda Morgunblaðsins í dag er eitthvað það alyndislegasta lesendabréf sem ég hef lesið. Er það frá konu að nafni Þuríður sem er afar ósátt við neðanþvott íslenskra kvenna í sturtuklefum sundstaða. Er hún með afar grafískar lýsingar á því hvernig sá þvottur fer fram. Lítið sýnishorn úr bréfinu: "Ég kalla það ekki þvott að sápa á sér skapahárin og strjúka svo sem tvo hringi framan á með fætur vandlega saman." Word sister! Ég bið til guðs að ég stundi ekki sömu sundstaði og Þuríður. Og eitt lítið innleg frá mér í sama dúr. Maður skyldi aldrei setja handklæðið sitt í neðstu handklæðagrindurnar því ég varð vitni að því að kona sem teygði sig í sjampó sem hún hafði sett ofan á handklæðagrindurnar nuddaði sínum private parts í neðstu handklæðin á meðan. Þau voru ekki hennar. Jakk.