Sérfræðingadjókur
Sérfræðingur sagði mér þennan brandara: Allý, veistu hver er munurinn á mér og Guði?? Nei ég vissi það ekki. Guð veit að hann er ekki ég.
Og þá rifjast upp brandari sem ég held að ég hafi ekki sagt frá hér áður. Hann er af bæklunarlæknum sem voru að ganga stofugang. Þeir koma að rúmi einu og læknirinn sem var í forsvari spyr: Góðan daginn, er það Jón? Því bæklunarlæknar muna andlit ekkert of vel. En sjúklingurinn svaraði: Hérna á þessari deild heiti ég Femur og Ríkarður á mig.
<< Home