luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Fölt er fagurt

MaggaH skrifar um brúnkumeðferð sem hún undirgekkst. Nú efast ég ekkert um fegurð Margrétar að henni lokinni, hún er eflaust guðdómleg. En hins vegar fattaði ég þegar ég las þetta, að ég hef snúist um 180° í smekk mínum á liftarhafti fólks. Þessu er þó ekki ætlað að vera meiðandi á nokkurn hátt. Fyrir nokkrum árum fannst mér óskaplega fallegt þegar fólk var dökkt yfirlitum á húð og hár. Enda hafa ansi margir spurt mig á síðustu misserum: "Hva?? Varst þú ekki dökkhærð??" Ég hvorki var né er dökkhærð. Ég er ljóshærð en langaði að vera dökkhærð. Nú langar mig það ekki lengur. Ég fór líka í ljós af því að mér fannst svo fallegt að vera brúnn á hörund. Nú finnst mér það ekkert frekar. Mér finnst það ekki endilega ljótt heldur, nema þegar fólk verður blátt af ljósabekkjanotkun. Það er ljótt.
Ég varð fyrir einhverri hugljómun þegar ég horfði á þátt um indverskar konur sem bleikja á sér húðina til að lýsa hana. Þar þykja fegurstu konurnar þær ljósustu og happdrættisvinningur að vera bláeygur. Þá fattaði ég að ca. 5 milljarðar af þessum 6 sem byggja þessa jörð eru dökkir yfirlitum, svarthærðir og brúneygir. Svo fæðist maður við þá lukku að vera æðislega öðruvísi, sem er skemmtilegt fyrir fólk með spesmennsku eins og mig, og maður beitir rándýrum ráðum til að líta út eins og hinir 5 milljarðarnir. Hvaða rugl??!! Og svo leit ég á ljóshærðu, bláeygu börnin mín og fattaði að ég vildi líkjast þeim meira, í stað allra athugasemdanna sem ég fékk eftir að ég átti Ingvar, hvað það væri skrítið að svona dökk kona gæti átt svona ljóst barn. Well secret solved.
Niðurstaða pistilsins er þessi: Fólk er fallegast þegar það leyfir sér að líta út eins og það gerir í raun og veru. Þá er ég að sjálfsögðu ekki að meina að fólk eigi ekki að hafa sig til, heldur reyna bara að draga fram og undirstrika það fallega í fari sínu. Og í dag finnst mér fölt og æðabert bara mjög fallegt. Sem er ótrúlegt ef einhver man eftir að hafa átt við mig samræður um þessi mál fyrir um 5 árum. Andleg vakning?