luxatio hugans

awakening

föstudagur, apríl 07, 2006

Patreksfjarðar Tóti


getur líka verið mjög fyndinn. Mér er efst í huga saga af Tóta þegar við vorum í verklegri kennslu hjá Brynjólfi Jónssyni bæklunarlækni sem er alltaf með handboltalandsliðið. Þá var hann eitthvað að baula um impingement í öxl eða einhvern fjárann og fer að tala um lig. coracoacromiale í því samhengi. Nema að hann spyr allt í einu: "Krakkar af hverju heitir lig. corocoacromiale, ligament?" Tóti var fyrstur til svars eins og svo oft áður: "Af því að það liggur á milli tveggja beina." Og Brynjólfur svarar: "En þetta er sama beinið. Proc. corocideus og acromion eru á sama beininu." Og Tóti svarar á sekúndubroti: "En ligamentið veit það ekkert." Þarna trylltumst við úr hlátri sem þarna vorum og Brynjólfur stóð opinmynntur og sagði ekkert í langan tíma. Enn veit ég ekkert hvað hann átti við um starfsheiti umrædds ligaments sem er svo kannski ekkert ligament eftir allt saman. Meðfylgjandi er mynd af ligamentinu sem klárlega er á milli tveggja beinhluta sama beins, hvort sem það veit það eða ekki.