luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, maí 15, 2007

Græn borg

eða græn skref eða eitthvað grænt. Frábært framtak hjá borginni. Það verður ekki af þeim tekið. En fáránlega er samt erfitt að komast leiðar sinnar á grænan hátt í þessari borg. Ég hef reyndar tuðað yfir þessu áður en þetta er bara óþolandi. Við erum bíllaus núna síðan Doddi klessti Vollann góða og nýji bíllinn er í gám á Atlantshafinu. Þannig að við erum labbandi eða hjólandi eða ónáðandi vini og vandamenn.
Landspítalinn er í svona 500 m frá heimili mínu í loftlínu en vegna viðurstyggilegrar, rammgirtrar hraðbrautar sem liggur í gegnum hverfið mitt, þarf ég að taka stóran sveig til að komast á hjóli eða gangandi á spítalann. Það eru tveir sveigar í boði, annar sýnu minna fáránlegur en hinn. Ég gæti verið 3 mín á hjóli á spítalann en þarf þess í stað að hanga svona 3-4 mínútur að bíða eftir að komast yfir umferðarfljótið. Það er ekki hægt að stytta sér leið með að vera gangandi. Sömu leiðir í boði, sama bið að komast yfir götuna.
Jæja svo þarf ég að komast í dauðans Ármúlann sem er svo leiðinlega staðsett lesaðstaða að það hálfa væri hryllingur. Það skotgengur að hjóla þessa stuttu spotta sem ég kemst óáreitt en svo er það endalaus helvítis bið á gatnamótum.
Nú svo datt mér í hug Strætókerfið um daginn. Þá var ég í Múlanum seint um kvöld, bíllaus og kalt úti. Ég er uþb. 40 mín að labba heim svo það er nú ekkert svakalegt en var með þunga tösku og ákvað að tékka á bus.is. Ég fékk nokkra valmöguleika. Á þeim öllum þurfti ég að labba í 20 mín í strætó, fara með strætó á hlemm, bíða, skipta um strætó, og labba frá stoppistöð heim. Sjúklega frábær ferðamáti. Þetta voru meira en 40 mín í þessum valmöguleikum sem ég fékk.
Ég er ekki sjá þessa grænu leið í framkvæmd, svo ég leyfi mér nú að vera önug.