luxatio hugans

awakening

sunnudagur, maí 06, 2007

FORMA blogg

Tékkið endilega á þessari auglýsingu frá FORMA samtökunum. Okei nú ætla að ég að nöldra. Stelpan sem stendur í speglinum og grætur af því að hún er svo feit ER MJÖG EÐLILEGA ÚTLÍTANDI!!! En skilaboðin eru (eins og ég skil þau) að grindhoraða stelpan sjái sig sem feita. Er þá verið að segja öllum stelpum sem eru vaxnar eins og stelpan í speglinum að þær séu feitar? Hvaða rugl?! Og hverskonar herferð getur þetta orðið fyrir bættum viðhorfum sem byggist á svona brengluðum viðhorfum? Nei, ég er ekki hrifin af þessu. Þetta er bara eitthvað svo fáránleg hugmynd að það hefði aldrei verið hægt að gera hana vel. Ekki einu sinni þó það hefði verið valin stúlka með BMI yfir normal gildi. Það hefði bara verið fáránlegt líka.