luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 05, 2007

Dauði og djö........

Ég er að reyna að lesa og það gengur ekki vel sökum einbeitingarskorts. (Nota bene það skortir ekkert á gáfurnar ef einhver illgjarn hefur hugsað það!) Þá vill það gerast að netið fær aðdráttarafl sem erfitt er að yfirvinna. En akkúrat núna er netið leiðinlegt. Allir á því eru ógeðslega leiðinlegir, ófyndnir, ófrumlegir og umfram allt VIÐBJÓÐSLEGA LATIR!! Enginn nennir að blogga. Enginn er á msn. Fréttirnar eru óáhugaverðar og leiðinlegar. Engin dramatísk skúbb. Huh!!
Í ofanálag eru engir bekkjafélagar í Ármúlanum sem svo sannarlega er grútFúli-Múli í dag. Ég er í massívri sjálfsvorkun. Og til að kóróna hörmungina.......... þá á tapaði helvítis Man. City þessum djöfulsins leik. Vel gert strákar. Þið eruð vel að titlinum komnir: Það lið sem fæst mörk hefur skorað á heimavelli frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar.
Svo á ég ljóta flíspeysu og ég verð að lesa í flíspeysu því ég fæ alltaf kuldahroll í beinin þegar ég er að læra. Don´t ask.
Gæti líf mitt verið meiri eymd?!