luxatio hugans

awakening

föstudagur, maí 04, 2007

Heiftin og ástleysið

Ég á tvær vinkonur sem þekkja ekki ástina. Þær þekkja lostann enda eiga þær sitthvoran, bráðskemmtilegan og sprellilifandi minnisvarða um lostann sem hefur heltekið þær. En þær þekkja ekki ástina. Það er sorglegt að vera hamingjusamlega gift og umvafin ástinni í sinni tærustu mynd, daglega, þegar þær eru að veslast upp af ástleysi vestur í bæ. Heiftin í garð samborgara sinna sem auðnast að elska og vera elskaðir fer sívaxandi. Stundum verða þær svo blindaðar af heift að menn eru dauðir í þeirra augum. En þær elska hvora aðra og sjóða saman fisk reglulega. Og þær eru umvafðar af heilbrigðum, góðum konum. Ég hugsa að það sé það sem bjargar þeim frá varanlegri sturlun og eilífðar glötun.