Væntingar
Ég þrái það að einhver sjúklega fyndinn verði á vegi mínum. Með einum eða öðrum hætti. Má vera vinur, ættingi, skólafélagi, kennari, leynifélagi, rokkklúbbsgella eða einhver í fjölmiðlum. Bara að einhver fyndinn komi mér til að hlæja. Á næstu mínútum helst takk. Ég þarf á því að halda.
Kannski ég fari í þetta indverska hláturjóga og æfi ljónið í 20 mín á dag. Reyndar hef ég aldrei hlegið meira að neinum fréttaskýringaþætti eins og þegar einhver hláturjóga gella kom í Kastljósið. Þetta bara svínvirkar. Maður óhjákvæmilega hlær.
p.s. Rétt í þessu labbaði Gunnar Þór Geirsson framhjá borðinu mínu og ég sagði: "Gunni, segðu mér eitthvað fyndið eða ég drep þig!" Gunni klórar sér í hausnum og óhjákvæmilega er pressa á honum með lífið að veði en honum datt ekkert fyndið í hug. Skömmu seinna kom hann aftur og sagði: "what are you sinking about?" og ég hló. Því það var fyndið.
<< Home