luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, maí 31, 2007

Where the hell is Matt?

Ohh ég missti af tækifæri lífs míns þegar ég gleymdi að fara og dansa með Matt á Ingólfstorgi í gær. Ég var búin að lofa Ingvari að fara og setti þetta í reminder í símanum mínum því ég er orðin óvön lífi meðal manna og er föst í ákveðinni rútínu sem ekki er mennsk. Alla vegana í ofurmömmupakkanum við að bæta upp glataðar samverustundir var ég auðvitað ofan í sundlaug í gær þegar aumingja litli síminn minn reyndi að minna mig á dansinn með Matt. Því brást ég Ingvari og ekki síst sjálfri mér.
Þeir sem gengu með mér í Menntaskóla og þekkja mig og Berglindi vinkonu mína hafa óhjákvæmilega þurft að upplifa það þegar við Begga dönsuðum Tjúll og hó. Dans sem er ferlega ljótur en sjúklega gaman að dansa, ekkert ósvipaður dansinum hans Matt, en flottari. Sérstaklega við þýska megahittarann "Weil ich ein Mädchen bin". Mjög týpískur menntaskóladjókur. Bara menntskælingum þætti úber fyndið að spila þýskan hittara í öllum partýjum. En allavega.... af því að ég og Berglind erum SVO ruglaðar að það hlýtur bara að vera einhvers konar met, þá skil ég eiginlega ekki af hverju við fengum ekki þessa hugmynd. Að dansa tjúll og hó á ýmsum stöðum og setja það á netið. Og fá tvær milljónir heimsókna. Guð veit að við höfum tekið af okkur módelmyndir á ýmsum stöðum heims. But well. Þetta er mitt glataða tækifæri til að verða heimsfræg. Allir eiga sitt. Þetta var mitt.

Hér fyrir ofan er lagið hennar Mönu ef einhver hefur lyst á því að detta í tjúll og hó í vikulokin. Líf og fjör.