luxatio hugans

awakening

föstudagur, maí 25, 2007

+/- ávinningur

Ég hélt fyrirfram að ég yrði svo sjúklega góð í kvenna og barna af því að ég hefði í
1. lagi gengið með og fætt börn
2. lagi vegna þess að ég á börn
Hins vegar voru meðgöngur mínar og fæðingar alveg yfirgengilega, fullkomlega eðlilegar og inngripalausar og börnin mín hafa verið heilbrigð. Þannig að ég veit sama og ekki neitt. Mín þekking umfram aðra nema er engin. Hins vegar skil ég það betur en nokkru sinni að þetta er svo langt því frá sjálfsagt. Þetta er svona hlutur sem ömmur segja og maður samsinnir en nú skil ég það. Ég er þakklát og klökk.