luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 19, 2007

Hækkum gleðistuðulinn

Þarf ekki að koma glaðleg, jákvæð færsla á þessa vefsíðu svo ég fari nú að fá einhverja lesendur á síðuna sem ekki eru í sjálfsvígshugleiðingum.

Ég get talið upp lista jákæðra frétta:

1. Ég er að verða föðursystir. Nú þegar bólgan eftir kjaftshöggið sem það var er hjöðnuð þá eru það vissulega ákaflega gleðilegar fréttir. Ég mun ofdekra barn það sem um mitt fyrsta barnabarn væri að ræða.
2. Gyða systir fékk hlutverk í Óvitunum fyrir norðan. 15 voru valdir úr hópi 470 umsækjanda. Þar tók hún uþb fjórfaldan clausus í nefið. Mjög vel gert. Hún mun leika þar við hlið minnar heittelskuðu Kristínar Þóru, nýútskrifaðrar leikarastúdínu. Það verður ekki amalegt fyrir Leikhúsklúbbinn Lárus að fara og sjá það. (p.s auk þess fæ ég hálfgerða lækningu við andlegu meini sem rekur sig aftur til 1989 þegar tvær bekkjasystur mínar léku í Óvitunum í Þjóðleikhúsinu). Svo eru aðrar góðar fréttir af Gyðu sys, en hún veit þær ekki sjálf ennþá svo það verður bara uptodate seinna.
3. Ég átti brúðkaupsafmæli 13. maí. Ég fékk MKM stígvél frá eiginmanninum, súkkulaðiköku frá Árdísi, sem skilur hvað það kostar að vera gift í eitt ár, rósavönd frá Lydiu og matarboð frá Ólöfu og Frey. Hey Freyr! Skilaðu bókinni! Þú ert að klúðra hálfmaraþoninu fyrir mér.
4. Ég á nýjan bíl. Fagur er bíllinn sá og hlaðinn aukabúnaði. 7 manna, leður, fjarstýrðar hurðir, DVD, svartar rúður, loftkæling. Á ég að halda áfram. Nei það er best að vera eigi raupsöm.
5. Eva rokkari eignaðist lítinn dreng um daginn. Ég var fyrst allra úr rokkklúbbnum til að sjá hann. TVISVAR! Ég hélt að Magga St. færi að grenja þegar hún fattaði það. Og já Auja! Rautt er best!
6. Ríkisstjórnin féll og better yet, við losnuðum við Framsóknarflokkinn og Siv úr heilbrigðisráðuneytinu.
7. Ég er orðin sjúklega góð í Sudoku. Doddi þolir ekki tilhugsunina um að ég sé betri en hann í því.
8. Ég held að ég sé fegurri en ég hef nokkru sinni verið fyrr.

Já gott fólk. Ef þetta er ekki jákvæðni þá má endurskilgreina jákvæðni fyrir mig. Því þá skil ég ekki hvað orðið þýðir. Líf og fjör people.