luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, maí 15, 2007

Ég tryllist

og ekkert minna en TRYLLIST ef Framsókn sest í ríkisstjórn. Þá getum við alveg hætt að tala um það að við búum í lýðræðisríki. Þegar flokkurinn fær ekki fleiri atkvæði en telur frambjóðendanna og maka þeirra, þá er þjóðin að segja að við viljum ekki hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Mér gæti ekki verið meira drullusama þótt þeir ætli að fækka ráðherrastólunum þeirra. Þetta er bara hneisa. En ég verð að viðurkenna að ég hef mikla trú á Geir. Ég trúi þessu hreinlega ekki upp á hann. Ennþá. En ef af þessu verður þá hefur D-listinn séð sitt síðasta atkvæði frá mér.