luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 19, 2007

Heldur en...

Doddi er með krakkana í húsdýragarðinum því Ingvar þráði það meira að komast í húsdýragarðinn á einhverjum Stöð 2 degi, heldur en nokkuð annað í lífinu. Hamingja hans hefur hreinlega staðið og fallið með þessu síðustu daga. Við foreldrarnir, eldri og vitrari, hugsuðum hins vegar að enginn dagur gæti mögulega verið verri til að fara í húsdýragarðinn eins og þegar eitthvað fyrirtæki býður upp á blöðrur og pylsur og landinn tryllist úr spenningi. Eins og sakbitnum foreldrum sæmir gerði Doddi hins vegar eins og drengurinn vildi. Nú var ég að fá sms frá Dodda:) Búinn að standa í einhverri pylsuröð í óratíma og allt búið þegar kom að þeim. Ingvar búinn að vera í röð í fallturninn í 40 mín og röðin er hálfnuð. Og ég sem var að vorkenna mér að vera föst í postpartum complicationum. Heldur vil ég postpartum complicationir en að standa í Stöðvar 2 pylsuröð any time. Sko þarna kom önnur jákvæð staðhæfing, alveg óvænt. Ég er hreinlega að springa úr gleði hér.