luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, maí 22, 2007

Einelti?

Þegar við Doddi tölum um krakkana okkar þá köllum við þau iðulega Gaggsa og Skessu. Ingvar er Gaggsi, Ester er Skessa. Þetta á sér í raun rökréttar skýringar. Tengdapabbi heitir Ingvar. Þegar hann var 16 ára fæddist yngsta systir hans, hún Hólmfríður sem við köllum Fríðu. Fríða gat ekki sagt Ingvar og sagði alltaf Gaggi. Hún kallar hann enn Gagga. Nú svo þegar Ingvar minn fæddist þá var Gaggsi einhvern vegin rökrétt smækkunarmynd orðsins Gaggi, eins og í spænsku. Anna og Aníta, Eva og Evíta. Mjög rökrétt. Þess vegna köllum við hann Gaggsa dags daglega en þegar við uppnefnum hann þá köllum við hann Gaggsi Paxi.
Nú þegar Ester svo fæddist og ljóst var á fyrstu vikunni hvurslags ógurlegt skap var í dömunni þá fórum við smám saman að tala um Skessuna Ester eða bara Skesster. Skesster þróaðist svo smám saman aftur í bara Skessa því það er þjálla.
Þetta er mjög sennilega barnaverndarmál.