luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 19, 2007

Hey! Ég er að einbeita mér við lesturinn....

en hins vegar datt ég niður á þessa stórskemmtilegu lesningu hjá Villa Stebba um Gallup könnun sem hann lenti í. Þetta minnti mig reyndar á tíma í lífi mínu þar sem ég get ekki haft minna fyrir stafni. Þá var ég genginn framyfir með Ingvar. Skólinn búinn og allir vinir mínir að vinna. Doddi auk þess að vinna frá 6-18 alla daga og var hundleiðinlegur. Þá hringir einhverju sinni Gallup og biður um Þórodd í símann. Ég segi að hann sé ekki heima en ég SKULI ENDILEGA SVARA KÖNNUNINNI. Hehehehe okei mér leiddist pathologiskt greinilega. Konan á hinni línunni varð svo hvumsa, enda ábyggilega aldrei fengið þessa beiðni áður, og sagði vandræðaleg að það yrði að vera sá sem hafði verið dreginn í úrtakinu sem svaraði. Þannig að ég fékk ekki að svara. Og fór æðislega sorrý að horfa á 12 videospóluna þann daginn. Jamms.

p.s rétt í þessu hnerraði ég í troðfullri lesstofunni. Enginn sagði: guð hjálpi þér. Allir á lesstofunni eru vont fólk.