Dagneysla á vímuefnum
er ekki smart og getur aldrei talist eðlilegt fyrirbæri. Áfengi og þar með talið léttvín og bjór, eru vímuefni og að reyna að líkja þessu við hverja aðra matvöru er fáránlegt. Mér finnst þessi umræða um suðurevrópsku vínmenninguna til að reyna að fegra dagdrykkju hreint og beint hlægileg. Og ég tala af reynslu því ekki einn og ekki tvo heldur ótal einstaklinga hef ég heyrt segja þá sögu að þeir hafi einmitt talið sig vera svo mikla heimsborgara að vera að sulla í rauðvíni og bjór árið um kring. Þar til einn slæman veðurdag að þeir ákváðu að draga hausinn útúr rassagatinu á sér og horfðust í augu við það hvaða áhrif þessi fágaða víndrykkja var að hafa á fólkið í umhverfi þeirra. Og þetta er ekki fólk sem telst rónar í samfélaginu heldur einmitt þessir functional alkóhólistar sem fólk kýs að gleyma að sé til.
Margir virðast hafa áhyggjur af aumingja óvirku alkóhólistunum sem þyrftu þá að hafa áfengi fyrir augunum þegar þeir versla í matinn. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af óvirkum alkóhólistum ef þetta frumvarp nær í gegn. En mér gremst að það sé verið að auka aðgengið fyrir börn og unglinga. Og það þýðir ekki að neita að horfast í augu við að það mun gerast. Þess vegna skil ég þetta ekki!! Þeir sem eru svo fínir að þeir þurfa sitt rauðvín með matnum þeir geta auðveldlega orðið sér út um það. Hvað er vandamálið?! Ég sé það ekki. Ég sé hins vegar að hitt geti orðið vandamál.
Frjálshyggjan er að mörgu leiti smart. En það virðist samt vera svo að málflutningur frjálshyggjufólks verður oft svo barnalegur. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Af frekjugangi sem minnir á smákrakka í kjörbúðum.
<< Home