luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Var þetta stofugangurinn???

Nú ætla ég að breyta þessu bloggi í almennilegt sjúkdóms-/sorgarblogg. Tala eingöngu um það hvað kerfið sé ömurlegt, hvað ég hafi það slæmt og hvað læknar eru ómögulegir. Nei ég er að djóka. En þið hafði ekki reynt neitt fyrr en þið hafið reynt 4 klst stöðupróf. Með stöðupróf þá á ég ekki við próf þar sem kannað er hvar námsmaðurinn er staddur í einhverju fagi, heldur á ég við að sjúklingurinn á að standa í fjóra tíma. Stöðupróf;) Fyrst þegar læknirinn minn, sem hefur upphafsstafina HÁS og er að sögns algjör House, sagði mér að ég ætti að vera standandi í 4 tíma þá fannst mér það ekkert svo svakalegt. Svo fylgdi sögunni að það mætti ekki halla sér upp að neinu, ekki styðja sig við neitt, ekki fara á salerni þá fóru að renna á mig tvær grímur. Hvenær hef ég staðið í fjóra tíma án þess að tylla mér eða styðja mig við eitthvað? Well. Ég kláraði þetta. 10 tíma lega, 4 klst stöðupróf, 10 tíma lega, 4 klst salthleðslupróf. 5 blóðprufur og tvær nálar. Skuggaefni og CT. Bara fjör.
Allavega þá vorum við nokkur þarna inni í sama prófi á sama tíma því HÁS er að safna sjúklingum saman til að geta flutt inn einhvern sænskan gaur sem er víst bestur í heimi að framkvæma æðaþræðingu sem við þurfum að fara í og þurfum að vera búin í prófinu áður. Í morgun var stofugangur. Þegar hann var búinn leit konan sem var í rúminu á móti mér á mig og spurði: "Var þetta virkilega stofugangurinn?"
Mér fannst það mjög fyndið. Því þó mér persónulega hefði ekki getað verið meira sama þá skil ég hvað hún var að fara.
Og annað... ég skil líka hvers vegna sjúklingum finnst eins og það séu bara hjúkkur sem eru að hugsa um þá. Það er ekki rétt, en ég skil núna hvernig þeir fá þá hugmynd.