luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Af gúggli

Hadda bloggar um gúggl.
Mig langar að gera slíkt hið sama. Það er nefnilega svo sniðugt að skoða hvaða gúggl það er sem er að leiða fólk á síðuna mína. Heimasíðuteljarinn minn virkar allavega þannig að ég fæ að sjá leitarorðið sem slegið hefur verið inn.
Það mannanafn sem án efa hefur vinningin er Ingi Karl. Eða kannski á eftir Allý og Allý Rósa sem sjást reyndar mjög oft líka.
Henry Birgir Gunnarsson og Birgir Leifur Hafþórsson koma líka sterkir inn. Dodda og Dodda litla sé ég líka nokkuð oft. Ingvar Þóroddson hef ég líka séð nokkrum sinnum, veit ekki hvort einhver vill fréttir af syni mínum eða tengdaföður eða þeim þriðja sem býr í Bakkahlíðinni.
Freydís Helga kom í dag, ég man ekki eftir að hafa séð það áður.
Klúrasta gúgglið sem dettur inn daglega og missir ekki úr dag er símasex. Vændiskona birtist líka en sjaldnar.
Læknanemar sjást býsna oft.
Mér þykir leitt að skrifa það en af einhverjum ástæðum lendir fólk sem er að leita að Skoppu og Skrítlu á minni síðu.
Ég man ekki akkúrat núna eftir einhverju alveg absúrd en ég kem með update.
Svo er annað sem er spennandi. Opinber fyrirtæki eru nefnilega oft með eigin net og þá sér maður hvar einhver er sem slær inn leitarorðið. Það áhugaverðasta sem ég hef séð í þeirri katagoriu er þess eðlis að ég myndi ekki þora að segja frá því af ótta við að svartklæddir menn myndu mæta hér og handtaka mig eða pynta til dauða. Ég sagði reyndar Höddu frá því um daginn en maður setur það ekkert á netið.