luxatio hugans

awakening

mánudagur, mars 24, 2003

Ég fór í kringluna um helgina. Ég er ekki alltaf í kringlunni samt. Nema hvað að það voru einhverjir listamenn að mála börn í framan þarna fyrir pening. Þeir voru með sýnishorn af myndunum upp á vegg og ég stóð þarna og var að skoða þetta og þetta voru bara listaverk, rosalega flott. Nema hvað að það kemur lítil dama með gellunni henni mömmu sinni og það á að mála hana. Litla daman skoðar myndirnar og segir svo; ég ætla að vera hafmeyja. Það fannst mér gott val. Hafmeyjan var rosalega flott. En Gellumamma var ekki glöð.Nei vertu heldur fiðrildið, það er svo flott. Nei ég vil vera hafmeyjan! Nei hún er ekkert flott, fiðrildið er svo flott, vertu fiðrildið! Þarna var ég farin að halda með þessari 3ja ára. Nei, ég vil ekki vera fiðrildi, ég vil vera hafmeyja! Þarftu að vera svona óþekk þegar ég ætla að gera eitthvað fyrir þig? Annað hvort verðuru fiðrildið eða ekki neitt! Ef hugmyndin var sú að gleðja barnið, var þá ekki búið að taka botninn úr gleðinni? Af hverju fékk gellumamma sér ekki bara sjálf fiðrildamálningu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home