luxatio hugans

awakening

sunnudagur, júlí 06, 2003

Farvel min venner!!
Ég er farin til Kaupmannahafnar. Þ.e.a.s ég er tilbúin, allt komið ofan í töskur, passinn til, allt klárt. Nú er ég bara að bíða þangað til klukkan er orðin 5. Þá legg ég af stað ásamt einkasyninum sem getur ekki beðið eftir að fara í þotu. Til útlanda. Samt hafði hann pínu áhyggjur að hann væri að fara til byssuútlanda og að hann yrði skotinn. Ég náði að sannfæra hann um að það væri ekki raunin en varð í leiðinni að ljúga því að enginn í Danmörku ætti byssu!!! En þetta flokkast örugglega sem hvít lygi í góðum tilgangi.
Þegar ég sagði að allt væri komið ofan í töskurnar þá átti ég líka við hangikjötssalatið og karamellujógúrtina sem elskuleg og vanfær vinkona mín bað mig um að færa sér til Danaveldis. Ég ákvað að spyrja ekki meir og festi kaup á þessu sem snarast svo ég myndi ekki gleyma því. en?? jú nó.
Ingvar er líka mjög spenntur að fara í dýragarð og tívolí og ég er spennt með honum.
Jæja ég segi frá því sem markvert gerist úti
Líf og fjör

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home